• Stoltur landsliðsþjálfari með verðlaunahöfum í senior aldursflokki. Karl Stefánsson +100kg og Skarphéðinn Hjaltason -90kg

Flottur árangur á Norðurlandamótinu í judo

27. maí 2024|

Helgina 25.-26. maí fór fram Norðurlandamót í judo. Mótið var haldið í Sundsvall í Svíþjóð að þessu sinni, en Norðurlöndin skiptast á að halda mótið. Alls voru á sjöunda hundrað skráningar í mótið. Judosamband Íslands sendi 12 keppendur, en þau eru: Eyja Viborg og Weronika Komendera U18 og U21 -57kg. Helena Bjarnadóttir U18 og U21 -63kg Jónas Björn Guðmundsson U18 og U21 -66kg. Ingólfur Rögnvaldsson Senior -66kg. Romans Psenicnijs U18 -73kg. Daron Karl Hancock U21 og Senior -73kg. Mikael Máni Ísaksson U18 og U21 -73kg. Aðalsteinn Karl [...]

Sumarmót JR fyrir 7-11 ára

13. maí 2024|

JR hélt í gær sitt fyrsta Sumarmót en það er hugsað sem æfingamót fyrir 7-11 ára börn. Keppt var á tveimur völlum með styttri keppnistíma, og einn mótsstjóri og stigavörður ásamt einum dómara á hvorum velli. Keppendur voru 30 frá tveimur klúbbum, JR og UMFS, og raðað saman eftir aldri og þyngd. JR þakkar sérstaklega UMFS fyrir þátttökuna en Einar Ottó þjálfari þeirra hefur verið afar duglegur að koma með sína iðkendur á mót undanfarin ár og með mikinn fjölda. Á heimasíðu JR má finna fleiri myndir ásamt [...]

Landsliðsfólk fær gefins keppnisbúninga frá EJU

11. maí 2024|

Föstudaginn 10. maí mættu nokkur af efnilegasta judofólki landsins á skrifstofu JSÍ til að taka á móti nýjum Essimo keppnisbúningum sem Judosambandið fékk að gjöf frá Evrópska judosambandinu (EJU). Zaza Simonishvili landsliðsþjálfari og George Bountakis framkvæmdastjóri afhentu gjöfina fyrir hönd JSÍ.

Masterclass með Gary Edwards og tæknimót

11. maí 2024|

Um helgina, 18.-19. maí, verða spennandi námskeið og mót sem Judofélag Reykjanesbæjar heldur. Á laugardeginum frá klukkan 12:00 til 14:00 verður Gary Edwards að halda Master class fyrir U12 og eldri. Einnig verður haldin tæknikeppni fyrir aldurshópinn U8 og eldri frá 15:00 til 17:00. Á sunnudeginum, 19. maí, stendur til að vera með Randori frá 13:00 til 15:00. Á tæknimótinu munu keppendur í mismunandi aldurshópum sýna fyrir fram ákveðin tækniatriði. Þátttakendur á aldrinum 8-9 ára munu framkvæma Ushiro-ukemi og Osoto-gari, 10-12 ára keppendur sýna Ushiro-ukemi, Mae-ukemi og Uki-goshi, [...]

Uppfærð mótaskrá

3. maí 2024|

Mótaskrá JSÍ hefur verið uppfærð. ATH! Eina breytingin er að sett er inn endanleg dagsetning fyrir ársþing JSÍ sem haldið verður sunnudaginn 2. júní kl. 11:00 í Íþróttamiðstöð ÍSÍ í Laugardal.

Hópur krakka frá Íslandi á EJU Kids Camp

28. apríl 2024|

Nokkrir íslenskir krakkar fóru á EJU Kids Camp en Annika Líf Maríudóttir Noack, þjálfari Tindastóls, hélt um hópinn ásamt foreldrum. EJU Kids Camp eru æfingabúðir sem haldnar eru í tengslum við Evrópumótið í judo 2024. Í búðunum er m.a. Nuno Delgado og Matija Jug Dujakovic í fararbroddi. Markmiðið er að fræða og veita ungum iðkendum í judo frá ýmsum löndum innblástur. Þar gefst ungu iðkendunum tækifæri til að læra af reyndum íþróttamönnum og njóta samverunnar við jafnaldra sína víðs vegar að úr Evrópu. Búðirnar eru mikilvægur hvatningarvettvangur innan [...]