Formannsskipti á ársþingi JSÍ 2024

4. nóvember 2024|

Frétt tekin af vefsíðu Judofélags Reykjavíkur. Á 53. ársþingi Judosambands Íslands sem haldið var í dag var Gísli Egilson kosinn nýr formaður sambandsins en Jóhann Másson, sem gegnt hefur formennsku í tæp tólf ár samfleytt sagði af sér vegna veikinda sem hann hefur verið að kljást við og er að ná sér af. Á þinginu var Jóhann sæmdur gullmerki ÍSÍ og kosinn heiðursformaður JSÍ og er hann sá sjötti sem hlýtur þann heiður. Frá félagi sínu JR fékk hann áletraðan grip með þökkum fyrir vel [...]

Helena með silfur og brons á EM Smáþjóða

4. nóvember 2024|

Helena Bjarnadóttir vann tvö verðlaun á Evrópumeistaramóti Smáþjóða í Nicosíu á Kýpur. Hún fékk silfur í U18 flokki -63 kg eftir sigur á Fridu Borgarlid frá Færeyjum og Sofiu Vasilliou frá Kýpur, en tapaði úrslitaglímu gegn Marinu Azinou frá Kýpur. Í senioraflokki -63 kg vann Helena brons eftir sigur á Loru Schroller frá Lúxemborg. Romans Psenicnijs keppti í -73 kg flokki. Hann tapaði fyrstu viðureign í U18 og í uppreisnarglímu. Í senioraflokki sigraði hann keppanda frá Liechtenstein en meiddist á hné í næstu viðureign gegn Stefanos Lazarides frá [...]

Afmælismót JR 2024 – yngri flokkar – Úrslit

4. nóvember 2024|

Afmælismót JR fyrir yngri aldurshópa var haldið laugardaginn 19. október sl. í æfingasal JR frá kl. 13 til 15:30. Keppt var í aldursflokkum frá 7 til 14 ára, og þátttakendur voru 50 frá átta klúbbum: Júdódeild Grindavíkur, Judofélagi Reykjanesbæjar, Judodeild Selfoss, Judodeild Ármanns, Judodeild ÍR, Judofélagi Garðabæjar, Judofélagi Suðurlands og JR. Fleiri klúbbar tóku þátt en árið 2023, þegar þátttakendur voru frá fimm klúbbum. Keppnin gekk vel og innihélt fjölmargar athyglisverðar viðureignir. Starfsmenn mótsins sáu um vigtun, mótsstjórn og dómgæslu, og þjálfarar JR stýrðu keppendum sínum. Á [...]

Haustmót JSÍ 2024 – úrslit

4. nóvember 2024|

Haustmót JSÍ, sem venjulega er haldið í Grindavík, fór fram 5. október í Reykjanesbæ. Mótið hófst kl. 12:00 og lauk kl. 16:00 með góðri dómgæslu og spennandi viðureignum. Keppendur voru 75 frá níu klúbbum í öllum aldursflokkum. JR sendi 30 keppendur og hlaut 16 gullverðlaun, 10 silfur og 3 brons. Grindavík og Ármann unnu þrjú gullverðlaun hvor, JRB, Selfoss og Tindastóll tvö, og JS eitt. Úrslit mótsins. Fleiri myndir eru að finna á vef JR

  • Ljósmynd

Haustmót JSÍ 2024

24. september 2024|

Haustmót JSÍ verður haldið þann 5. október í Íþróttahúsi Akurskóla, Tjarnabraut 5, 260 Njarðvík. Skráningarfrestur er til miðnættis mánudaginn 30. september. Engin skráning eftir það. Haustmót 2024 - mótatilkynning

  • Stoltur landsliðsþjálfari með verðlaunahöfum í senior aldursflokki. Karl Stefánsson +100kg og Skarphéðinn Hjaltason -90kg

Flottur árangur á Norðurlandamótinu í judo

27. maí 2024|

Helgina 25.-26. maí fór fram Norðurlandamót í judo. Mótið var haldið í Sundsvall í Svíþjóð að þessu sinni, en Norðurlöndin skiptast á að halda mótið. Alls voru á sjöunda hundrað skráningar í mótið. Judosamband Íslands sendi 12 keppendur, en þau eru: Eyja Viborg og Weronika Komendera U18 og U21 -57kg. Helena Bjarnadóttir U18 og U21 -63kg Jónas Björn Guðmundsson U18 og U21 -66kg. Ingólfur Rögnvaldsson Senior -66kg. Romans Psenicnijs U18 -73kg. Daron Karl Hancock U21 og Senior -73kg. Mikael Máni Ísaksson U18 og U21 -73kg. Aðalsteinn Karl [...]