Brons í liðakeppni kvenna á Smáþjóðaleikunum 2025
Kvennalið Íslands í judo á Smáþjóðaleikunum 2025 í Andorra unnu til bronsverðlauna í liðakeppni kvenna. Við höfum ekki unnið til verðlauna í liðakeppni kvenna síðan 2015 en það voru þær Anna Soffía Víkingsdóttir og Hjördís Ólafsdóttir sem unnu til silfurverðlauna á Smáþjóðaleikunum 2015 á Íslandi. Kvennaliðið mætti Kýpur í fyrstu umferð og sigraði þær örugglega. Næst mættu þær Mónakó og urðu að sætta sig við ósigur í þeirri viðureign. Þær fóru þá í brons baráttu við Andorra þar sem Eyja Viborg reið á vaðið og tókst á við [...]
Gull og Brons á Smáþjóðaleikunum 2025 í Andorra
Þá er einstaklingskeppni lokið með góðum árangri. Aðalsteinn Karl Björnsson sá og sigraði sinn flokk örugglega með nokkuð miklum yfirburðum en hann er þá fyrsti Íslendingurinn úr öllum greinunum á leikunum sem sigrar til Gullverðlauna. Helena Bjarnadóttir átti einnig góðan dag en hún komst í bronsglímu þar sem hún tryggði sér bronsið með öflugri hengingu. Einnig voru nokkrir af okkar keppendum sem komust í bronsglímur en þurftu að játa sig sigruð eftir þær. Glímurnar stóðu margar tæpar og átti okkar fólk í bronsglímum góðar glímur þar sem lítið [...]
Smáþjóðaleikarnir í Andorra 2025
Smáþjóðaleikarnir verða haldnir í Andorra dagana 26. til 31. maí. Níu Íslenskir þátttakendur í judo verða á meðal keppenda en það eru þau Kjartan Hreiðarsson (-100 kg) Aðalsteinn Karl Björnsson og Skarphéðinn Hjaltason (-90 kg), Böðvar Arnarsson og Mikael Ísaksson (-81 kg) Gylfi Jónsson (-73 kg) Helena Bjarnadóttir (-63 kg), Weronika Komendera (-57 kg) og Eyja Viborg (-52 kg) Með þeim í för er Gísli Egilson flokkstjóri og þjálfarar þeir Þormóður Árni Jónsson og Zaza Simonishvili. Góða ferð og gangi ykkur vel. Þriðjudaginn 27. maí er einstaklingskeppnin og hefst [...]
Gráðuprófdómara námskeið og Dan gráðupróf
Gráðuprófdómara námskeið Tækniráð JSÍ heldur gráðuprófdómara námskeið laugardaginn 31. maí næstkomandi kl. 13 og verður það haldið hjá Judofélagi Reykjavíkur. Þátttökutilkynning berist á jsi@jsi.is og komi frá judofélagi viðkomandi þátttakanda sem geta verið fleiri en einn. Lágmarksaldur þátttakanda er 21 ár og gráðan 1.dan . Gráðuprófdómari er útnefndur af tækniráði að loknu námskeiði og gildir sú útefning í tvö ár. Dan gráðupróf. JSÍ verður með dan gráðupróf laugardaginn 31. maí kl. 17 sem haldið verður hjá Judofélagi Reykjavíkur. Þeir sem hyggjast þreyta próf þurfa að sækja um það [...]
Úrslit páskamóts JR 2025
Frétt tekin af vef Júdófélags Reykjavíkur. Tuttugusta páskamót JR og Góu fór fram laugardaginn 26. apríl en að venju er það haldið fyrstu helgina eftir páska. Mótið er vinsælasta og fjölmennasta mót ársins hjá yngri judo iðkendunum og er opið öllum klúbbum. Flestir þessara ungu iðkenda eru að stíga sín fyrstu skref í keppni og fá allir þátttakendur verðlaun að móti loknu. Aldursflokknum 7-10 ára var tvískipt og kepptu 7-8 ára börn frá 12-13:30 og 9-10 ára börn frá 13:30-15 en þá hófst keppni í aldursflokkum 11-14 ára [...]
Íslandsmótið í beinni
Völlur 1 Völlur 2