Úrslit GÓU mótsins

1. mars 2024|

Góumót JR var haldið síðastliðinn laugardag en mótið er haldið sem æfingamót fyrir yngstu iðkendurna. Fyrir 5-6 ára aldurinn er þetta innanfélagsmót en mótið er svo opið öllum klúbbum fyrir 7-10 ára og allir keppendur fá þátttökuverðlaun. Slóð á úrslist Góu mótsins

Children Kata festival & Kata seminar í samvinnu við EJU 2. mars 2024

7. febrúar 2024|

Með stolti mun Judosambandið halda fyrstu opinberu kata-hátíðina á Íslandi. „Það er ekkert í heiminum sem er meira en menntun. Dyggðakennsla einnar manneskju getur náð til tíu þúsund manna og ræktanleg kennsla einnar kynslóðar getur náð til hundrað kynslóða“ (Orð Kano Shihan). Sjá nánari upplýsingar á vef evrópska judosambandsins Kata seminar - poster

Afmælismót yngri flokka – Úrslit

6. febrúar 2024|

Afmælismót JSÍ í yngri flokkum var haldið í húsakynnum Judofélags Reykjavíkur laugardaginn 3. febrúar 2024. Keppt var í aldursflokkum 11-12 ára (U13), 13-14 ára (U15) , 15-17 ára (U18) og 18-20 ára (U21). Alls voru 52 keppendur frá sex félögum. Margar af glímum mótsins voru bráðskemmtilegar og mörg glæsileg köst litu dagsins ljós. Ánægjulegt var að sjá hversu vel mótið var sótt þrátt fyrir frekar óhagstæð veðurskilyrði. Úrslitin má sjá hér. Margt var eftir bókinni, en líkt og oft áður voru einnig úrslit sem komu á óvart. [...]

Flottar myndir frá Reykjavík Judo Open

4. febrúar 2024|

Fjölmargar myndir voru teknar af Reykjavík Judo Open um þarsíðustu helgi. Meðal ljósmyndara tók Arnar Már Viðarsson virkilega flottar myndir frá mótinu. Slóð á myndir Arnars: https://flic.kr/ps/43G2m6  Þegar myndir koma frá mótshöldurum RIG munum við setja tengil hér inn. 

Nýtt skráarkerfi hjá jsi.is

2. febrúar 2024|

Undanfarnar vikur hefur verið unnið að því að einfalda heimasíðu JSÍ. Heimasíðan var full af tómum síðum með einu pdf-skjali og allar síðurnar voru á toppstiku síðunnar.  Núna er búið að taka allar pdf-skrár og stofnuð ein síða fyrir þær allar.  Allar skrár eru samt með sömu flokka og áður okkur til hægðarauka. Skrársafn JSÍ er fyrsti tengill síðunnar á topp-stiku jsi.is og bein slóð á hana er jsi.is/gogn/ Með þessu verður einnig auðveldara að finna efni í gegnum farsíma. Við vonum að þið sem notið jsi.is verðið [...]