16. nóvember 2025

Home-test2

[fusion_fusionslider name=“test-sliders“ full_height=“no“ offset=““ hide_on_mobile=“small-visibility,medium-visibility,large-visibility“ /]
  • 14041
  • a84b1186-d326-41de-8b7a-1b7486458dab

Keppa á European Open á Ítalíu

7. nóvember 2025|

Þeir Aðalsteinn Karl Björnsson og Skarphéðinn Hjaltason eru mættir til Conegliano á Ítalíu ásamt Zaza Simonishvili til þess að taka þátt á European Open.  Þeir keppa báðir í -90kg flokki þar sem keppni hefst á 64 sæta útsláttarkeppni. Þeir keppa á öðrum degi mótsins sem er núna á sunnudaginn, 9. nóvember. European Open er gríðarlega sterk alþjóðleg mótaröð þar sem hægt er að ná punktum til þess að klífa heimslistann. Tímasetningar á eftir að tilkynna en hægt er að áætla að mótið hefjist um 7:00 á íslenskum tíma. [...]

  • 14024
  • 574565605_122172938174484975_6876415198600387828_n

JRB hélt alþjóðlegt mót 18. október

3. nóvember 2025|

Þann 18. október 2025 fór fyrsta alþjóðlega JRB mótið fram í Njarðvík. Sex þjóðir mættu þar til leiks en keppendur komu frá Íslandi, Grikklandi, Englandi, Skotlandi, Króatíu og Hollandi. Keppt var í þremur aldursflokkum. U13, U15 og U18. Samtals um 150 þátttakendur. Til samanburðar voru 57 keppendur á RIG 2025 í einum aldursflokki og því mótið nálægt því að ná sambærilegri þátttöku á hvern flokk og á Reykjavík Open. Mótið var gott tækifæri fyrir íslenska keppendur til þess að takast á við erlenda keppendur innan landsteinanna. Á mótinu [...]

  • 14021
  • 20221118_182539

Sveitakeppni 2025

3. nóvember 2025|

Íslandsmót í sveitakeppni 2025 fer fram 15. nóvember hjá Judofélagi Reykjavíkur. Nánari upplýsingar má finna í mótstilkynningu hér að neðan. Skráningarfrestur er til miðnætti mánudagsins 10.nóvember. Ath. að upplýsingar geta breyst að liðnum skráningarfresti. Mótstilkynning Skráningarform

  • 14004
  • Screenshot

Helena með silfur á Evrópubikarmóti EJU

19. október 2025|

Helena Bjarnadóttir átti góðan dag á Evrópubikarmóti EJU í Riga í dag. Þar sigraði hún allar sínar viðureignir að úrslitum undanskildum. Þar þurfti hún að játa sig sigraða eftir 3 mínútur og 58 sekúndur af glímutíma. Úrslitaglíman var heldur jöfn allan tíman og hefði geta farið á hvorn veginn. Helena barðist vel í dag og fer heim með silfur. Fyrsta keppnisdag Evrópubikarmótsins kepptu þau Eyja Viborg í -52kg flokki og Orri Helgason í -66kg flokki. Eyja Viborg barðist vel í sinni glímu en tapaði henni á tveimur [...]

  • 14001
  • 1a82b49afa8dd4a125c4daa5621d7619-1

Keppa í Riga á morgun

17. október 2025|

Á morgun fer fram RIGA MILLENNIUM TEAM CADET EUROPEAN CUP 2025 í Riga, Lettlandi. Sex keppendur eru frá okkur en þau eru í karlaflokki Orri Helgason í -66kg, Jónar Björn Guðmundsson í -73kg og Viktor Davíð Kristmundsson í +90kg og í kvennaflokki Eyja Viborg í -52kg, Weronika Komendera -57kg og Helena Bjarnadóttir -70kg. Keppnin byrjar kl 6:00 í fyrramálið á íslenskum tíma og keppa þau Orri Helgason og Eyja Viborg á morgun, laugardag. Öll hin keppa á sunnudaginn. Hægt er að fylgjast með keppninni á JudoTV.  

  • 13999
  • att.tbnv5qzn7uamg30zdq9caklqpbsiirbgfdp5yyyy0_8-1

Haustmót JSÍ 2025 – U18 og Seniora

17. október 2025|

Haustmót JSÍ 2025 í U18 og Seniora verður haldið laugardaginn 1. nóvember í íþróttahúsi Akurskóla Reykjanesi. Mótið hefst kl. 11 og mótslok áætluð kl. 14:00. Vigtun á mótsstað föstudaginn 31. október frá 18-18:30 eða á mótsstað á keppnisdegi kl 9:30-10:00.